Rúm 20 ár frá útgáfu OK Computer

Tónlist hefur alltaf skipt mig miklu máli og ég er ekki í vafa að það er um flesta. Öll eigum við einhverjar minningar tengdar tónlist. Jæja, hvað um það þá eru þær nokkrar plöturnar sem hafa haft mikil áhrif á mig. Þetta eru plötur sem ég gríp reglulega í og spila í heild sinni. Ekki endilega bara eitt lag þó það gerist nú líka. Svona plötur eru til dæmis Brothers in Arms eftir Dire Straits, Söngleikurinn Hárið (Broadway uppfærslan frá 1968), Rage against the Machine, Road to Hell frá Chris Rea og já bara hellingur. Þessar voru bara í kollinum á mér núna. Og svo er það þessi hérna:


Algjört meistaraverk.




Ummæli

Helgi sagði…
Heill og sæll.
Sammála, þetta er mögnuð plata. Nokkur lög eru stórkostleg. Mér þykja Radiohead ætíð bestir þegar þeir eru pínu í rólegri kantinum. Man að ég hlustaði fyrst á OK Computer á leiðinni til Brasilíu um mitt sumar 1997. Þá var maður ungur og ferskur. Ekki miðaldra og viðbjóðslegur.
/Helgi.

Vinsælar færslur